Hráfæðis brownies og leikur á Facebook


Hráfæðis brownies

Svo bregðast krosstré sem önnur tré … nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði … og svo framvegis! Ég fór sem sagt í eldhúsið og bakaði hráfæðisköku! Eitthvað sem hefur aldrei gerst áður og ég veit ekki hvort það gerist aftur. En ég verð þó að viðurkenna að það var auðvelt að búa til þessa köku (að „baka“ er ofsögum sagt því kakan er jú óbökuð), mjög fljótlegt og jú, hún var bara rosalega góð! Kakan kom á óvart, ég get ekki sagt annað.

Þessi uppskrift af góðri og hollri hráfæðisköku er í stíl við leikinn sem Eldhússögur hrindir úr vör í kvöld og stendur yfir fram til kl. 12 á hádegi á laugardag 4. maí. Einn heppinn lesandi Eldhússagna hlýtur gjafabréf upp á heilsumat (verðmæti 6.900 kr.) í líkamsræktarstöðinni Heilsuborg – bestu líkamsræktarstöðinni í bænum, ég get vottað það! 🙂

Hvað er heilsumat? Heilsumat er góð byrjun þegar einstaklingar hyggjast breyta um lífsstíl en vita ekki hvar eða hvernig er best að byrja. Viðkomandi fyllir út spurningarlista rétt fyrir tímann og í framhaldinu er veitt vönduð ráðgjöf hjúkrunar- eða næringarfræðings um heilsufar, hreyfingu og næringu. Innifalin er mæling í líkamsgreiningartæki, mældur er blóðþrýstingur sem og fleiri mælingar. Mælingar á þyngd og samsetningu líkamans eru gerðar með viðnámsmæli. Mælt er fitumagn og vöðvamagn líkamans sem og grunnorkuþörf hvers og eins. 

Reglur:

Það þarf ekki að deila einu né neinu til þess að taka þátt í leiknum (nema auðvitað að ykkur langi til að deila uppskriftinni, það má það alveg! 😉 ). Það eina sem þarf að gera til þess að taka þátt í leiknum er að fara á Facebook síðu Eldhússagna hér: Eldhússögur á Facebook og skrifa smá kveðju undir hráfæðis brownies færsluna sem er þar. Vinningshafi verður svo dregin út næstkomandi laugardag.

Uppskrift (12 litlir bitar eða 6 stærri)

  • 2 dl valhnetur
  • 2 dl ferskar döðlur (án steins)
  • 1/2 dl gott kakó
  • 1 msk möndlu- eða jarðhnetusmjör
  • hnífsoddur salt
  • 1-2 tsk vatn

Valhneturnar eru settar í matvinnsluvél og hneturnar maldar í mjöl. Þá er restinni af hráefnunum, fyrir utan vatnið, bætt út í og keyrt þar til allt loðir saman og myndar deig. Ef þarf er örlitlu vatni bætt út í til þess að binda degið saman. Kökuform (ég notaði brauðform 25cm x 11cm) er klætt með bökunarpappír og deiginu er þrýst vel ofan í formið. Það er svo sett inn í frysti á meðan kremið er útbúið.

Súkkulaðikrem

  • 1 vel þroskað avókadó
  • Fræ úr einni vanillustöng
  • 3 msk agave síróp
  • 1 msk kókosolía
  • 3 msk gott kakó

Öllu blandað saman vel í matvinnsluvél þar til kremið er orðið kekkjalaust og silkimjúkt. Þá er kökuformið tekið úr frystinum og kreminu smurt ofan á kökuna. Sett aftur inn í frysti í ca. 20 mínútur. Þá er kakan losuð úr forminu og skorin í 12 litla bita eða sex stærri bita. Geymist vel í ísskáp eða í frysti.

IMG_9404

 

Ein hugrenning um “Hráfæðis brownies og leikur á Facebook

  1. Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég sá hráfæðisuppskrift á síðunni þinni, ég hélt í alvöru að ég hefði farið inná vitlausa síðu 😉 Þessi verður klárlega „bökuð“ innan skamms hér á bæ, en í dag er það súkkulaðikaka með fudge kremi, er með hana í ofninum 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.