Útskriftardagurinn minn í gær var frábær! Mér fannst gaman að vera viðstödd athöfnina í Háskólabíói, hún var hátíðleg og passlega löng. Mér leist reyndar ekkert á blikuna þegar kom í ljós að ég var sú fyrsta sem átti að stíga á svið! En mér tókst að komast frá þessu skammarlaust og gera allt rétt! Svona eftir á að hyggja er ég nú bara frekar stolt yfir því að hafa klárað þetta meistaranám með stóra fjölskyldu og fremur annasamt líf. Ég er eiginlega langstoltust af því að hafa tekist að klára meistararitgerðina mína á einni önn en slíkar ritgerðir eru oft flöskuháls í svona framhaldsnámi. Mér virðist líka hafa tekist vel upp með ritgerðina því ég fékk 9 fyrir hana í einkunn og náði þar með 8.98 í meðaleinkunn. Ég er reyndar pínu svekkt samt að vera bara 0.02 frá því að ná 1. einkunn! 🙂 Seinni partinn í gær var svo útskriftarveisla hér heima og í boði voru smáréttir frá Marentzu Poulsen sem starfar nú hjá Cafe Flóru í Laugardal. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með matinn, hann var rosalega góður og hráefnið afar vandað. Ég mæli sannarlega með veislumatnum hennar Marentzu.
Í kvöld eldaði ég einfaldan en afar góðan kjúklingarétt. Ég notaði til tilbreytingar leggi og læri af kjúklingnum en það er mjúkt og bragðgott kjöt. Ekki spillir fyrir að þeir bitar eru ódýrir.
Uppskrift:
- 1 kíló kjúklingaleggir og læri
- salt & pipar
- 4 tsk oregano
- beikon
- 4-5 dl matreiðslurjómi
- 2-3 msk balsamik edik
- 1.5 msk kjúklingakraftur
- 4 hvítlauksrif, söxuð fínt
- smjör og/eða olía til steikingar
Ofninn hitaður í 225 gráður. Kjúklingurinn kryddaður með salti, pipar og oregano. Kjúklingabitarnir eru svo steiktir á pönnu þar til þeir ná lit. Þá er beikoni vafið utan um bitana og þeir settir í eldfast mót. Rjóma, balsamik edik, kjúklingakrafti og hvítlauk hrært saman og hellt yfir kjúklinginn. Hitað í ofninum í ca. 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Borið fram með til dæmis hrísgrjónum og fersku salati.
Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur,og líka þetta yndislega matar Blogg þitt sem ég er orðin húkkt á og nota mikið.
Takk fyrir góða kveðju Sveinrún, hún geður mig! 🙂
glæsilegt, innilega til hamingju með meistaragráðuna!
Þakka þér fyrir kæra frænka! 🙂
Innilega til hamingju með stóra áfangann og glæsilega frammistöðu. Falleg veislan þín og lán í óláni að Anna náði að samgleðjast þér í gær. Húrra húrra húrra húrra…
Kærar þakkir Valdís fyrir fallega kveðju! Já, hún Anna Sif náði að plata mig upp úr skónum! 🙂 Ég talaði við hana korter fyrir veislu þar sem hún var að lýsa fyrir mér færinu í Hlíðarfjalli! 😉
Innilegar hamingjuóskir með útskriftina þína .Takk fyrir bloggið þitt ,sem ég bæði skoða og elda mikið eftir takk takk 🙂
Takk fyrir Alma! 🙂 En hvað það var gaman að heyra að þú getur notað síðuna mína! 🙂
Innilega til hamingju 🙂
Kærar þakkir Anna Sigga! 🙂
Sæl og hamingjuóskir! Skemmtilegt bloggið þitt. Er möguleiki á að fá uppskriftina af súkkulaðikökunni úr veislunni þinni.
Sæl og takk fyrir kveðjuna! 🙂 Ég keypti þessa rétti af Marentzu Poulsen sem er hjá Cafe Flóru. Ég get athugað hvort hún gefur upp uppskriftina af þessum súkkulaðikökum. Þær voru rosalega mjúkar og góðar! 🙂
Elsku eldhúskona, til hamingju með áfangann. Þú ert ótrúlegur dugnaðarforkur og allt sem þú tekur fyrir hendur gerir þú vel. Aðeins þú getur haldið út þessu súperflotta bloggi ásamt öllu hinu sem þú gerir svo vel daglega.
Mínar amerísku tennisvinkonur báðu mig um að koma á framfæri til þín ósk um að gefa út bók um hvernig þú gerir þetta allt saman….og það á hælum og með varalit…
Luv,
R
Takk elsku Ragga mín og minn dyggasti lesandi! 🙂 Ég skal hugleiða þetta með bókina! 😉 Ertu í alvöru að spila tennis með amerísku vinkonunum? Það er svolítið smart finnst mér! 🙂
Innilega til hamingju með gráðuna! Flottar myndir og girnilegur matur, og þessi kjúklingaréttur líka. Finnst þessi síða frábær og þú ættir að íhuga að vinna bók upp úr henni 🙂 Kveðja úr HÍ.
Takk fyrir kveðjuna Ingibjörg, gaman að fá kveðju úr HÍ! 🙂 Ég veit ekki með bókina, mér finnst eiginlega uppskriftirnar ekki nógu merkilegar til þess. Mig grunar að mastersritgerðin verði mín fyrsta og eina prentaða bók! 🙂
Bakvísun: Djúpsteiktir kjúklingaleggir með súrsætri sósu og heimagerðu hrásalati | Eldhússögur
Bakvísun: Ananas-salsa með myntu og chili og Eldhússögur á Instagram | Eldhússögur
Prófaði þessa uppskrift um daginn og hún sló í gegn eins og annað sem ég hef prófað hér af „vefnum góða“.
Hæ Dröfn – ég er langt frá því að vera uppskriftar-kona en þessi réttur þinn heillaði svo ég ákvað að fylgja reglum 🙂 þvílíkt sælgæti – nú þegar búin að elda tvisvar sinnum – takk fyrir mig
Æðislegt að heyra Berglind, kærar kveðjur til þín og þinna! 🙂
Þetta er með bestu og einföldustu kjúklingaréttum sem ég hef gert og allir a mínu heimili elska hann 🙂 Þar á meðal 3 ára sonur minn sem er ekkert mikið fyrir kjúkling.
Ekki er svo verra að hann er líka geðveikt góður daginn eftir 😀