Eins og ég lofaði er komin nýjung á síðuna. Við hliðina á uppskriftaflipanum hér að ofan er kominn flipi sem heitir ,,vinsælustu uppskriftirnar„. Hann hefur að geyma rúllulista með helstu uppskriftaflokkunum. Innan hvers flokks er vinsælustu uppskriftunum raðað í röð, efst kemur sú vinsælasta meðal lesenda og svo koll af kolli. Ég hef lengi ætlað að setja svona lista inn. Þegar ég skoða matarblogg þá er þetta það fyrsta sem ég leita að. Mér finnst gott að geta skoðað strax vinsælustu uppskriftirnar til að athuga hvort þar sé eitthvað sem mér líst á. Ég vona að ykkur líki þessi listi! 🙂 Hann verður svo uppfærður reglulega, væntanlega munu einhverjar uppskriftir detta út af listanum og aðrar koma inn í staðinn. Þetta er fyrsta breytingin á síðunni á nýju ári en ég fyrirhuga fleiri breytingar, þær koma væntanlega inn mjög fljótlega!
Næsta uppskrift sem ég ætla að setja inn á síðuna er af ljúffengri fiskisúpu með kókos og karrí. Einmitt það sem maður þarf í kroppinn eftir allar stórsteikurnar undanfarið! Uppskriftin kemur inn seinna í dag! 🙂
falleg síðan þín…og fínustu uppskriftir..
Kærar þakkir Inga! 🙂