Bananakaka með hvítu súkkulaðikremi


Nú er aðventan að bresta á og fyrsta jólaljósið er komið í gluggann hjá okkur. Ég féll fyrir þessari jólastjörnu í verslun í gær og hengdi hana upp í stofunni um leið og ég kom heim. Nú get ég get ekki beðið eftir því að ná í allt hitt jóladótið um helgina. Elfar er í ljósadeildinni á heimilinu. Hann leggur sig alltaf í lífshættu við að setja seríu í stóra grenitréið okkar sem er líklega orðið einir fimm, sex metrar á hæð eða jafnvel hærra. Nú bar svo við að serían bilaði auk þess sem hann þurfti að skreppa til Svíþjóðar og er svo að fara í nokkra daga til Barcelona á morgun. Ég er því orðin afar óþolinmóð yfir því að fá ljósin í tréið en ég þarf víst að bíða róleg í nokkra daga í viðbót.

Við mæðgur bökuðum þessa sjúklega góðu köku í dag, við mælum virkilega með henni! 🙂 Þetta er kaka sem batnar bara með tímanum, hún er best geymd í kæli yfir nóttu og borin fram daginn eftir.

Uppskrift bananakaka:

  • 2 stórir bananar, mjög vel þroskaðir, stappaðir
  • 100 gr sýrður rjómi
  • 2 stór egg
  • 1 1/2 tsk vanillusykur
  • 170 gr púðursykur
  • 1 dl matarolía
  • 170 gr hveiti
  • 30 gr maizenamjöl
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt

Bakarofn hitaður í 175 gráður (undir og yfirhiti). Smelluform (22-24 cm) smurt að innan. Stappaðir bananar og sýrður rjómi þeytt. Eggjum bætt við einu í senn ásamt vanillusykri. Því næst er púðursykrinum bætt út og hrært í ca. eina mínútu. Svo er olíu bætt við smátt og smátt, þá er hveiti, maizenamjöli, matarsóda, lyftidufti og salti bætt út í og þeytt í smá stund þar til deigið hefur blandast vel saman.

Deiginu hellt í bökunarform og kakan bökuð í miðjum ofninum í ca. 40-45 mínútur við 175 gráður, fer eftir stærð bökunarformsins. Því næst er kakan látin kólna áður en kremið er settt á.

Hvítt súkkulaðikrem:

  • 100 gr hvítt súkkulaði
  • 100 gr. rjómaostur (gjarnan Philadelphia), við stofuhita
  • 30 gr. smjör, skorið í litla bita
  • nokkrir sítrónudropar (má sleppa)

Hvítt súkkulaði brætt við vægan hita yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðið er næstum því bráðnað er það tekið af hitanum og hrært rólega í því þar til það er alveg bráðnað. Nú er það látið kólna þar til það er ekki heitt lengur en þó enn í fljótandi formi. Þá er því helt í skál ásamt restinni af hráefnunum og þeytt þar til kremið er orðið slétt.  Kremið er borið á kalda kökuna. Best er að leyfa kreminu að stífna með því að geyma kökuna í ísskáp.

4 hugrenningar um “Bananakaka með hvítu súkkulaðikremi

  1. Þessa verð ég að prófa, kannski bara um helgina! Hin bananakakan sem er með súkkulaðinu var mjög góð og þessi er eflaust ekki síðri. Það verður spennandi að vita hvernig þessi heppnast hjá mér.

    • Mæli sannarlega með þessari, algjört hnossgæti! 🙂 Þú rúllar þessu upp Inga mín! 🙂

  2. Rosa girnileg kaka, ætti að skella í eina svona fyrir aðventukaffið um helgina! En segðu mér ljúfan hvar þú fékkst þessa glæsilegu stjörnu? Hún er geggjuð! KNús og kram :*

    • Þessi er fullkomin fyrir aðventukaffið mín kæra! 🙂 Jólastjörnuna fékk ég í Húsasmiðjunni. Knús, kram og kremjur tilbaka! :*

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.