Kladdkaka með kókoskaramellu


 

IMG_5317

Við stórfjölskyldan, sem er reyndar ekkert svo ofsalega stór, höfum þá hefð að hittast í sunnudagskaffi hvern einasta sunnudag. Oftast er kaffiboðið heima hjá foreldrum mínum og þangað mæta amma og afi, bræður mínir og fjölskyldur þeirra ásamt mér og mínum. Þetta er þó engin kvöð, þeir mæta bara sem geta, yfirleitt mæta þó flestir. Þetta finnst mér góð hefð því oft er það þannig að fjölskyldur eru alltaf á leiðinni að hittast en ekkert verður úr því allir eru svo uppteknir og tíminn þýtur síðan áfram án samverustunda. Stundum breytum við til og borðum saman kvöldmat á sunnudögum, þá sé ég um matargerðina. Mamma ber hins vegar hitann og þungann af kaffiboðunum þó svo að við hin komum stundum með eitthvað smávægilegt á kaffiborðið. Um daginn gerði ég þessa ljúffengu köku fyrir sunnudagskaffið sem sló í gegn og mamma meira að segja óskaði eftir því að ég bakaði hana aftur fyrir afmælið sitt skömmu seinna. Þessi kaka er algjört sælgæti, ég mæli með að þið prófið! 🙂

IMG_5320

Uppskrift:

 • 180 g mjúkt smjör
 • 3 dl sykur
 • 1 ½ dl bökunarkakó
 • ½ dl ljós síróp
 • 3 egg
 • 1 ½ dl hveiti

Ofn hitaður í 175 gráður við undir/yfirhita. Smjör og sykur hrært þar til létt og ljós. Þá er kakói og sírópi bætt út í. Því næst er eggjum bætt út í, einu í senn. Að lokum er hveitinu hrært saman við. Form (ca. 25cm x 35cm) er klætt bökunarpappír og deiginu hellt í formið og dreift úr því jafnt. Þá er kakan bökuð við 175 gráður í um það bil 30 mínútur, kakan á að vera dálítið klesst. Kakan er látin kólna á meðan kókoskaramellan er útbúin.

kókoskaramella:

 • 75 g smjör
 • 1 ½ dl ljóst síróp
 • ¾ dl rjómi (eða matreiðslurjómi)
 • 2 dl sykur
 • 200 g gróft kókosmjöl

Smjörið er brætt í potti ásamt sírópi, rjóma og sykri og látið malla í um það bil 5 mínútur. Þá er kókosmjöli bætt út í og blandan látin ná suðu. Þá er blöndunni hellt yfir kökuna (þegar hún hefur kólnað vel) og bakað áfram í 10 mínútur við 175 gráður.

IMG_5322IMG_5305

2 hugrenningar um “Kladdkaka með kókoskaramellu

 1. HM gleymdist ekki eitthvað hvernig kakan er bökuð, sé bara um gerð kókoskaramellunnar, er þetta allt hrært saman og bakað einsog sjónvarpskaka bara?

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.