Brauðbollur með eplum og gulrótum


IMG_5631

Ég er enn að jafna mig á tímamismuninum frá New York ferðinni. Það er aldrei neitt mál að fljúga „aftur í tímann“ til Bandaríkjanna en verra þegar flogið er heim aftur. Ég sef illa og er eitthvað hálf utan við mig vegna þess. Til dæmis bakaði ég ofsalega góða köku í dag – eða hún hefði verið mjög góð ef ég hefði ekki gleymt eggjunum! Ég ætla nú samt að gera þessa köku aftur strax í kvöld. Ég tók kökuna nefnilega út úr ofninum hálfbakaða þegar ég uppgötvaði eggjaleysið (treysti ekki að hún yrði í lagi án eggja), smakkaði á henni og maður minn hvað hún var bragðgóð! Hins vegar bakaði ég líka brauðbollur í dag sem heppnuðust ákaflega vel. Ég tók þær með mér í kaffi til afa og ömmu. Afi sagðist aldrei hafa fengið svona góðar brauðbollur áður. Ég geri mér alveg grein fyrir því að amma og afi tala nú kannski svona vel um réttina mína þar sem ég er barnabarnið þeirra en satt best að segja þá var ég líka ofsalega ánægð með brauðbollurnar í dag. 🙂 Þær voru einstaklega safaríkar og góðar, eplin og gulræturnar gera svo mikið fyrir þær. Eins notaði ég hveitið í bláu pökkunum frá Kornax en það er sérstaklega ætlað í brauðbakstur og mér finnst það gera öll brauð mikið léttari, mýkri og betri. Það er sniðugt við þessar bollur að þær er hægt að kaldhefa yfir nóttu í ísskáp og skella þeim í ofninn að morgni og gæða sér á nýbökuðum og safaríkum brauðbollum í morgunmat. Í dag gerði ég það hins vegar ekki heldur lét ég deigið bara hefast við stofuhita í eina klukkustund og það kom mjög vel út.

IMG_5640

Uppskrift:

 • 1 bréf þurrger (ca. 12 g) Kornax hveiti - blátt
 • 5 dl kalt vatn
 • 1-3 gulrætur (fer eftir stærð) eða sem samsvarar 2.5 dl af rifnum gulrótum
 • 2 epli eða sem samsvarar 3.5 dl af rifnum eplum
 • 2 msk olía
 • 2 msk hunang (fljótandi)
 • 2 tsk salt
 • 3 dl Durum mjöl frá Finax
 • ca 1 kíló blátt Kornax hveiti 

Vatnið er sett í skál og gerinu blandað saman við vatnið með písk. Gulrætur og epli eru afhýdd, rifin gróft og sett út í gerblönduna. Því næst er olíu, hunangi og salti bætt út og látið bíða í nokkarar mínútur. Að lokum er Durum mjöli og hveiti bætt út í og hnoðað saman í höndum eða vél þar til deigið er orðið slétt. Þá er plastfilma eða viskustykki sett yfir skálina og deigið látið hefast í ísskáp yfir nóttu (eða í eina klukkustund við stofuhita). Ofn stilltur á 225 gráður og bökunarplata klædd bökunarpappír. Deigið er sett á plötuna og flatt út jafnt í alla kanta. Því næst er deigið skorið í ferninga með pizzahníf eða beittum eldhúshníf.

IMG_5623 Þá er stungið hér og þar í degið með gaffli. Viskustykki sett yfir plötuna og látið hefast í 20 – 30 mínútur til viðbótar. Því næst er bökunarplatan sett inn í ofn og bakað við 225 gráður í um það bil 20 mínútur. Ein bökunarplata gefur um það bil 20 brauðbollur.

IMG_5628 IMG_5630 IMG_5638

6 hugrenningar um “Brauðbollur með eplum og gulrótum

 1. Hvernig er þetta Durum mjöl frá Finax? Get ég notað eitthvað annað í staðinn?

 2. Frábærar morgunverðarbollur, minn elsti sagði að þær væru svo góðar að hann mundi vilja hafa í næsta afmæli hjá þér 🙂

 3. Er með hveiti óþols gorm hvað get ég notað í staðinn fyrir hveitið og durumið, langar að prufa þessar bollur.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.