„Go nuts“ sælgætismolar


IMG_4896Í gærkvöldi var hér heima dásamlegt matarboð. Það dásamlega við það var þrennt, frábærlega skemmtilegt fólk, stórkostlega góður matur og sú staðreynd ég þurfti ekki að gera neitt! 🙂 Við erum í matarklúbbi með þremur öðrum hjónum og fyrirkomulagið er þannig að við skiptumst á halda matarboðið en karlmennirnir elda alltaf. Þeir eru með þrírétta máltíð, fordrykk og allt tilheyrandi og toppa sig í hverju matarboði. Ástæðan fyrir því að ég hef gaman að því að elda er einföld, mér finnst svo gaman og gott að borða! Ef einhver myndi elda fyrir mig ljúffengan mat á hverjum degi þá myndi ég satt best að segja ekkert gráta það að þurfa ekki að elda. Þess vegna finnst mér þessi matarboð hreinasta snilld. Að þessu sinni sá Elfar um eftirréttinn, hann gerði dásamlega góða útgáfu af Panna cotta. Ég mun klárlega skella uppskriftinni inn á bloggið við fyrsta tækifæri. Að þessu sinni ætla ég þó að setja hér inn uppskrift af hrikalega góðum sælgætismolum. Ég held að það verði langt þangað til að ég geri þá aftur! Því eins og svo oft áður, þegar eitthvað gúmmelaði leynist í ísskápnum, þá gat ég ekki hamið mig og linnti ekki látum fyrr en ég var búin að borða upp til agna alla molana á tveimur dögum! Ég legg því ekki í næsta skammt fyrr en ég er komin með aaaðeins meiri aga þegar kemur að súkkulaði – sem verður mögulega aldrei! Þessir molar eru sannarlega engir heilsumolar en ó svo svakalega góðir – þið verðið að prófa! IMG_4886   Uppskrift:

  • 1 poki Dumle go nuts (175 g) (hægt að nota hefðbundnar Dumle karamellur)
  • 150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl
  • 100 g Toms extra súkkulaði 70%
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 150 g pistasíur frá Ültje
  • 2 dl Rice Krispies

Dumle bitarnir, 70% súkkulaðið og suðusúkkulaðið er sett í skál og brætt yfir vatnsbaði. Því næst er pistasíum, Rice Krispies og súkkulaðihúðaða lakkrískurlinu bætt út og öllu blandað vel saman. Blöndunni hellt í form klætt bökunarpappír, um það bil 20 x 20 cm, og sett í ísskáp í minnst tvo klukkutíma. Skorið í hæfilega stóra bita. (Á þessum myndum stakk ég litlu súkkulaðipáskaegggi í hvern bita til skraut af því að það voru páskar!) IMG_4902

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.