Kjúklingur í satay sósu með sætkartöflumús


Kjúklingur í satay sósu með sætkartöflumúsÉg er ákaflega spennt fyrir matargerðinni í næstu viku en þá ætla ég að takast á við nýtt og spennandi verkefni sem ég mun að sjálfsögðu deila með ykkur hér á blogginu. Í dag ætla ég hins vegar að færa hér inn óskaplega einfalda og góða uppskrift sem fæddist í eldhúsinu hjá mér í dag. Ég nýtti mér þau hráefni sem ég átti í ísskápnum og úr þessu varð dýrindis máltíð. Ég er sjúk í sætar kartöflur, fæ bara ekki nóg af þeim. Mögulega verða þær enn betri þegar þeim er breytt í sætkartöflumús! Ég passa mig á því að hafa alltaf mjög ríflegt hráefni í sætkartöflumúsina því ég get ekki hamið mig við eldamennskuna – ég er stöðugt að „smakka hana til“! 😉

Þeir sem fylgjast reglubundið með blogginu mínu hafa eflaust tekið eftir því að ég nota danska Green gate matarstellið. Það eru til ótal litir og munstur í stellinu, hvert öðru fallegra. Núna var að koma nýtt munstur fyrir sumarið sem er ó svo dásamlega fallegt, blúndumatarstell! Ég get bara ekki hætt að dást að þessum myndum:

1891255_306443302837966_1993056472_n

Hvað segið þið – er þetta ekki með því fallegra sem þið hafið séð?!

1958517_306444522837844_1817628945_nÞað sem er svo skemmtilegt við þetta stell að það er hægt að blanda öllum tegundunum saman. Hér að ofan eru til dæmis þrenns konar mismunandi stell. Einnig eru komin svo dásamlega falleg glös í stíl við nýja stellið sem heitir Lace Warm Gray. Hér á landi er þetta stell selt hjá Cupcomapny. Ég mæli með að þið kíkið en vara ykkur við, maður fær valkvíða! 🙂

En hér kemur uppskriftin að gómsæta kjúklingaréttinum sem ég lofaði:

IMG_4116

Uppskrift:

 • 700 g kjúklingur (ég notaði úrbeinuð læri frá Rose Poultry), skorinn í bita
 • smjör eða olía til steikingar
 • 1 dós satay sósa (440 g)  IDShot_225x225
 • 1 stór rauð paprika, skorin í bita
 • 1 meðalstór rauðlaukur, saxaður smátt
 • 100 g ferskt spínat
 • 150 g fetaostur í olíu
 • ca. 1 dl salthnetur, grófsaxaðar
 • IMG_4104

Laukur og paprika steikt á pönnu þar til laukurinn er orðin mjúkur. Þá er kjúklingnum bætt út á pönnuna og hann steiktur þar til bitarnir hafa brúnast. Því næst er sósunni bætt út á pönnuna og látið malla í 15 mínútur. Þá er spínatinu hrært út í og látið malla í 5 mínútur til viðbótar. Áður en rétturinn er borinn fram er fetaosti (án olíunnar) og salthnetum dreift yfir. Borið fram með sætkartöflumús.

Sætkartöflumús:

 • ca. 800 g sætar kartöflur
 • 3 msk smjör
 • salt & pipar
 • chili flögur (ég notaði chili explosion krydd)

Sætu kartöflurnar eru afhýddar og skornar í bita. Bitarnir eru því næst soðnir í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar í gegn. Þá eru þær stappaðar saman við smjör og krydd í potti við lágan hita.

IMG_4117

8 hugrenningar um “Kjúklingur í satay sósu með sætkartöflumús

 1. Hae hae, ma eg spyrja hvað er satary sosa?.. Er buin að búa allt of lengi i usa, hef aldrei heyrt tetta…takk takk jóhanna

  Sent from my iPad

  >

   • er Satay sósa nokkuð sterk ? Bý með einum sem er með mjög veikann maga og höndlar ekki sterkann mat 😦

  • Takk fyrir góða uppskrift. Allt var borðað upp til agna. Lenti reyndar í því að fetaosturinn var í miður góðu ástandi þegar ég kíkti í krukkuna en það kom ekki að sök þó að ostinn hafi vantað.

 2. Bakvísun: KFC kjúklingur með sætkartöflumús og sinnepsjógúrtsósu | Eldhússögur

 3. Þetta er æðislegt voru viðbrögðin við þessum rétti í kvöld. Á örugglega eftir að bjóða hann aftur.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.