Pizzasnúðakaka með piparosti og pepperóní


Pizzasnúðakaka með piparosti og pepperóní

Í dag ætla ég að gefa ykkur uppskrift (ef uppskrift skyldi kalla) að afskaplega einfaldri útgáfu af gómsætri pizzu sem ekkert þarf að hafa fyrir. Þetta byrjaði á því að ég sá mynd á Pinterest fyrir allnokkru af pizzamöffins sem voru bakaðir í möffinsformi. Einn daginn langaði mig til þess að bjóða krökkunum upp á eitthvað extra gott og ákvað að prófa mig áfram með svona pizzamöffins. Ég átti eina rúllu af tilbúnu pizzadeigi … já, þetta gerðist! 🙂 Halló, ég heiti Dröfn og er matarbloggari – ég keypti tilbúið pizzadeig! 😉 Ég hef oft skrifað hér á bloggið að gerdeig sé ákaflega fljótlegt og einfalt. Það er líka dagsatt! Hins vegar er ekki fljótlegt að bíða eftir hefingunni, gerdeigsbakstur þarf að skipuleggja. Þess vegna getur verið gott að grípa í tilbúið gerdeig ef naumur tími er til stefnu. Þegar til kastanna kom þá hvarf ég frá möffins hugmyndinni og þetta endaði allt saman í pizzasnúðaköku, nokkuð sem mér datt í hug þegar ég var að rúlla upp deiginu. Dásamlega djúsí og góð, krakkarnir geta ekki beðið eftir því að ég geri hana aftur!

IMG_6578

Uppskrift:

  • 1 rúlla tilbúið pizzadeig
  • 1 box rifinn piparostur
  • 150 g rifinn mozzarella ostur eða pizza ostur
  • pepperóní (ég notaði pepperóní pylsur sem ég skar niður)
  • pizzasósa
  • heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum

IMG_6559

Ofn hitaður í 200 gráður. Pizzasósunni er dreift yfir pizzudeigið. Því næst er pepperóní pylsunum dreift yfir ásamt ostinum. Kryddað með heitu pizzakryddi. Deiginu er rúllað upp frá langhliðinni. Deigrúllan er því næst skorin niður í jafnar sneiðar.

IMG_6564

Ofnplata er klædd bökunarpappír og einn snúður settur í miðjuna og þeim næstu raðað þétt í kringum hann. Fyrir þá sem vilja er hægt að dreifa extra osti yfir pizzasnúðakökuna áður en hún fer inn í ofninn.

IMG_6568

Bökuð í um það bil 20-25 mínútur eða þar til hún hefur tekið passlegan lit. Berið fram rjúkandi heita og njótið! 🙂

IMG_6571

12 hugrenningar um “Pizzasnúðakaka með piparosti og pepperóní

  1. Snilld Dröfn … upprúllaða pizzadeigið er snilld fyrir ger-klaufa, á klárlega eftir að prófa þetta fyrr en síðar 😉

  2. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Ég held meira að segja að ég gæti gert svona þó að ég hafi aldrei búið til pizzu áður! 🙂

  3. Prófaði þessa í kvöld. Hafði hana með skinku og piparosti og í stuttu máli sagt þá sló hún alveg í gegn hjá strákunum. „Besta pizza sem þú hefur gert“ var commentið sem ég fékk.

  4. Var í Bónus og sá í frystinum í minnkum matarsósun að það var búið að setja fullt af pizzadeigum sem var runnið út á tíma. Deigið var á 59kr stykkið, ég mundi eftir þessari uppskrift hjá þér og mundi hvað ég þufti ( er BARA nokkrum sinnum búin að renna yfir uppskriftirnar þínar 😉)
    Gerði eina með skinku og eina með pepperóní og voru strákarnir að sjálfsögðu ánægðir 😊

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.