Hjónabandssæla


Hjónabandssæla

Þegar ég bjó í Svíþjóð féll ég fyrir mörgum vörum í Iittala merkinu. Ekki skemmdi fyrir að í Gustavsberg, rétt fyrir utan Stokkhólm, er outlet með Ittala vörum meðal annars. Núna eru komnar svo dásamlega fallegar skálar frá Iittala í merkinu Kastehelmi.

kastehelmi-550x276Litirnir eru líka svo fallegir, skemmtilegt að bera fram eitthvað gómsætt í svona fallegum skálum.

The-Kastehelmi-Bowl-from-Iittala-1Kakan sem ég ætla að gefa uppskrift af er ekkert sérstaklega falleg og passar nú ekki í þessar skálar – en góð er hún! Þegar ég var lítil var tvennt sem ég útbjó reglulega, það var karamella (hver gerði það ekki?) og hjónabandssæla. Uppskriftin sem ég notaði núna er ekki eins og sú sem ég notaði áður fyrr. Satt best að segja þá var ég ekki með neina sérstaka uppskrift í huga þegar ég bakaði hjónabandssæluna að þessu sinni heldur miðaðist hún við það hráefni sem ég átti til. Sykurinn var búinn (já, ég nota hvítan sykur – látið handtaka mig! 😉 ), en ég átti dálítið af muscovado sykri, dálítið af púðursykri, dálítið af kókosmjöli. Ég kláraði úr öllum þessum pokum auk þess sem ég kláraði haframjölið sem ég átti. Ég réð því ekki yfir hlutföllunum sjálf heldur réðust þau af því sem ég átti. Jafnframt hafði ég hugsað með að nota egg í uppskriftina, þó það sé ekki alltaf gert í hjónabandssælu, en gleymdi því. Oftast er notuð rabbabarasulta á hjónabandssælu en ég notaði blandaða berjasultu. Ég renndi því frekar blint í sjóinn með þessa uppskrift og var óviss með hvort hún myndi lukkast vel en … kakan varð stórgóð!

Uppskrift:

 • 220 g haframjöl
 • 250 g hveiti
 • 100 g kókosmjöl
 • 150 g púðursykur
 • 120 g muscovado sykur (eða hrásykur)
 • 250 g smjör
 • blönduð ávaxtasulta (ég notaði ca. 1 -1.5 dl) eða rabbabarasulta

Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Öllum hráefnunum blandað í skál, mér finnst best að nota hendurnar, hnoðað í slétt deig. Kökuform, ca. 30×25 cm, er smurt. Um það bil 3/4 af deiginu er þrýst ofan í formið. Sultu smurt yfir kökuskelina. Því næst er restinni af deiginu dreift óreglulega yfir sultuna. Bakað við 200 gráður í ca. 25 mínútur.

IMG_9664

8 hugrenningar um “Hjónabandssæla

 1. Sæl

  Ég prófaði þessa köku um daginn, fannst svo tilvalið að fá köku með kvöldkaffinu, en hún bara lukkaðist ekki vel! Ég var svo hrikalega spæld og hélt ég hefði gleymt einhverju eða ekki bakað hana nógu lengi. Ég fór víst alveg eftir uppskriftinni og þegar ég sá að hún var ekki tilbúin (eftir uppgefinn bökunartíma) þá hafði ég hana lengur. Mér fannst þetta bara vera smjörklessa með haframjöli og sultu, ekki svona krispí og bökuð í gegn eins og myndin þín sýnir. Hvað gæti hafa farið úrskeiðis? Getur verið að þarna vanti eitthvað innihaldsefni?

  Annars finnst mér nú alveg passa að segja þér að ég hef prófað ýmisslegt hérna af síðunni þinni og alltaf verið hæstánægð, svo takk fyrir það 🙂

  Bestu kveðjur!

  • Sæl Katrín! En hvað þetta var leiðinlegt að heyra. Ég er búin að skoða uppskriftina og ég get ekki annað sé en að hún sé rétt. Ég reyndar tók eftir því að ég skrifaði ekkert um smjörið en það nota ég fremur kalt, læt það bíða í smástund eftir að það kemur úr ísskáp. Eins er mikilvægt að hnoða degið saman í höndunum, ekki í vél.
   Ég þarf bara að baka kökuna aftur og ganga í skugga um að hlutföllin séu öll rétt! 🙂

 2. Þetta er uppáhalds hjóna sælan mín heppnast alltaf fullkomlega!

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.