Mjúk piparkaka


Ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið spennt yfir því að jóladótið væri komið í Íkea! Ég hefði sko margfalt heldur viljað fara þangað í dag í stað þess að hanga yfir ritgerðinni! Reyndar var ég afskaplega þakklát fyrir ritgerðina mína í dag eftir að hafa lent í óskemmtilegu ævintýri. Tölvan mín nefnilega slökkti á sér á fimmtudagskvöldið og ég gat ekki kveikt á henni, það var bara eins og hún hefði krassað. Ég var alveg viss um að ritgerðin mín væri horfin og var ekki ánægð með sjálfa mig þegar ég uppgötvaði að síðasta afrit sem ég hafi gert var 10 daga gamalt … 10 daga vinna farin í súginn! Og hverjar eru líkurnar á því að aðeins mánaðargömul Macbook talva krassi og að eigandinn sé ákkurat vinna í lokaritgerð? Held að það séu afskaplega litlar líkur á því og týpískt að ég skuli lenda í svoleiðis ævintýri. Ég varð ekki glaðari þegar mér var tjáð daginn eftir að það tæki þrjár vikur bara áður en Eplið gæti skoðað tölvuna! Á þessum tímapunkti var ég alvarlega að íhuga að hætti þessum ritgerðarskrifum! En með hjálp góðs fólks í bland við íslenska fyrirbærið ,,maður þekkir mann“ fékk ég tölvuna tilbaka samdægurs, búið að gera við hana og gögnin í lagi! Nú tek ég afrit á nokkra tíma fresti! 🙂 En í stað þess að skoða jóladótið í Íkea í dag þá ákvað ég í einni skriftarpásunni að skella mjúkri piparköku í ofninn sem leiddi af sér dásamlegan piparkökuilm um allt hús … kannski dálítið ótímabæran en dásamlegan samt! Þetta er afar einföld og fljótleg kaka sem er yndislega góð. Sérstaklega þegar hún er nýkomin úr ofninum, enn volg! Í uppskriftinni er Lingonsylt (týtuberjasulta) sem fæst einmitt í Íkea (góð afsökun fyrir Íkeaferð!). Ég veit ekki hvort hún fæst annars staðar en það er hægt að nota til dæmis sólberjasultu í staðinn.

Uppskrift:

  • 2 egg
  • 2 1/2 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 1,5 tsk kanill
  • 1,5 tsk matarsódi
  • 2 dl mjólk
  • 1 msk síróp
  • 2-3 msk týtuberjasulta (fæst í Íkea – lingon sylt) eða sólberjasulta
  • 100 gr smjör

Ofn hitaður í 175 gráður. Eggin þeytt. Á meðan er mjólk, síróp, týtuberjasulta og smjör sett í pott og suðan látin koma varlega upp. Blöndunni leyft að kólna dálítið áður en henni er bætt út í eggin ásamt sykri, hveiti, kanil og matarsóda. Kakan bökuð í 24 cm smelluformi eða í kringlóttu sandkökuformi frekar neðarlega við 175 gráður í 30-40 mínútur.

10 hugrenningar um “Mjúk piparkaka

  1. úff.. ég er líka í mastersritgerðarskrifum… tók afrit um leið og ég las þetta, mitt seinasta afrit er nokkura daga gamalt.. 😉

    • Já það er nú eins gott að klikka ekki á afritunum! Ég er farin að nota Dropbox, senda senda sjálfri mér afrit í tölvupósti OG nota minnislykil! 🙂

  2. Bakaði þessa àðan og hún er æðislega góð :)) takk fyrir að deila með okkur uppskriftinni 🙂

  3. Mjög góð og einfalt að gera hana. Minnir mann á að jólin eru ekki langt undan.

    • Takk fyrir kveðjuna Sveinn, gaman hvað þú ert duglegur að prófa uppskriftirnar af síðunni minni! 🙂 Já, það verða komin jól áður en maður veit af! 🙂

  4. Þetta eru mjög fínar uppskriftir sem þú setur hér inn og gaman að spreyta sig á þeim. Þær falla a.m.k. vel í kramið hér á heimilinu.

  5. uummmm þetta er nýja uppáhalds kakan mín… ég notaði sólberjasultu og það er alveg æði…:)

  6. Mjög góð kaka, bauð upp á hana í hádeginu og var sérstaklega talað um hvað hún væri mjúk 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.