Gamla espresso kaffivélin okkar gaf upp öndina eftir stöðuga notkun í átta ár. Að auki hafði hluti af henni lent í örbylgjuofni og hún hafði beyglast og bráðnað við það! Ekki spyrja, það gerast oft svona ævintýri heima hjá okkur! 😉
Eins venja er þegar fjárfesta þarf í nýjum græjum þá er það ég sem leggst í alsherjar rannsókn á lýðnetinu! Heimilisfaðirinn vill bara „manual“ alvöru espressovél og eftir að ég fann þessa kaffivél frá Delonghi kom engin önnur til greina. Hún fær góða dóma, er á þokkalegu verði en fyrst og fremst er hún svo dásamlega falleg á litinn! Þessi vél fæst ekki hér á landi en heimilisfaðirinn keypti hana í einni Stokkhólmsferðinni.
Núna er ég búin að mastera Café latte gerð, takk Youtube! Galdurinn við góðan Café latte liggur í flóuðu mjólkinni. Fyrst er búinn til góður espresso bolli, þetta er kaffið sem við notum:
Því næst þarf að flóa mjólkina, best er að nota nýmjólk fyrir Café latte en G-mjólk fyrir Cappuccino. Munurinn á Cappuccino og Café latte er að í latte er mjólkin flóuð, engar loftbólur eiga að vera í drykknum og hlutfallið milli kaffisins og mjólkur er 1:4. En í Cappuccino er mjólkin freydd og hlutfallið er 1/3 kaffi, 1/3 heit mjólk og 1/3 mjólkurfroða. Þegar mjólkin er flóuð þarf að nota stálkönnu og mikilvæg er að mjólkin sé köld, sumir kæla líka könnuna. Þegar mjólkin er flóuð fyrir latte þarf að gæta þess að ná góðri hringrás í mjólkina, án þess að hún myndi stórar loftbólur. Ekki má flóa mjólkina of lengi, hún á ekki að vera heitari en 65-75 gráður og hægt er að nota hitamæli til að vera nákvæmur.
Því næst er mjólkinni og kaffinu helt saman í glas.
Nú þarf ég bara að vinna í tvennu, læra að gera munstur á yfirborðið og fara að drekka kaffi! 🙂
Þú mátt alveg æfa þig munsturgerð þegar ég er í heimsókn. Ég skal glaður drekka allan afraksturinn 🙂
Hlakka til að fá mér svona eftir vinnu!
Ég sé strax rosaflotta mynd. Norn fljúgandi á kústi. Hún er á leiðinni til hægri útaf skjánum. Með rosastórt nef og klút á höfði 😀
Ef þú hallar höfðinu aðeins til vinstri sérðu aftan á fitnessgellu að hnykla vöðvana…. og brúnkukremið er komið í steik ;P
Spennandi síða, ég á pottþétt eftir að fylgjast með!
Haha já ég sé fitnessgelluna. Hún er pínu ljót :-O
Ofsalega falleg vél! En þú verður rekin með skömm úr kaffilausa félaginu ef þú byrjar að drekka kaffi 😉
Bakvísun: Boozt | Eldhússögur
Bakvísun: Uppáhalds í eldhúsinu | Eldhússögur