Brownies með söltu karamellukremi og lakkrís


IMG_4899

Ég hef undanfarið verið að vinna nokkrar uppskriftir fyrir lítið fjölskyldufyrirtæki sem heitir Urta. Þau eru staðsett í fallegu og sjarmerandi húsi í hjarta Hafnarfjarðar, Gömlu matarbúðinni, þar sem þau eru að búa til skemmtileg sölt, te, jurtasýróp og kryddsultur úr íslenskum jurtum. Vörurnar þeirra fást í Gömlu matarbúðinni og  í Hagkaup í Kringlunni.

IMG_4913

Ég má til með að setja hér í safnið mitt uppskriftina af svo himneskum brownies sem ég gerði með ”fugde” seigu karamellukremi, gerðu úr Marabou súkkulaði með saltlakkrís. Ofan á kremið er svo stráð skemmtilega svörtu lava salti sem vegur ákkurat passlega vel upp á móti sæta súkkulaðinu. Þetta eru algjörlega ómótstæðilegar brownies sem fjölskyldan gat ekki hætt að borða, þær eru  hættulega góðar! 🙂

IMG_4922

Uppskriftin er fyrir fremur stórt form en það er hægt að hafa hana helmingi minni og nota þá minna form, jafnvel hringform.

Uppskrift

  • 250 g smjör
  • 
4.5 dl sykur
  • 
2 dl kakó
  • 
4 tsk vanillusykur
  • 
4 egg
  • 
3 dl hveiti

saltað “fudge” karamellukrem með lakkrís

  • 1 ½ dl rjómi
  • 200 g Marabou súkkulaði með saltlakkrís (eða suðusúkkulaði)
  • ½ tsk smjör
  • Svart lava flögusalt (frá Urtu)

Ofn stilltur á 175 gráður við undir- og yfirhita. Smjörið brætt í potti og potturinn tekinn af hellunni. Sykri, kakó, vanillusykri og eggjum bætt út í pottinn og hrært með písk. Loks er hveiti bætt út og hrært þar til deigið er orðið slétt. Ferkantað kökunarform sem er um það bil 35 x 25 cm er smurt að innan (gott að klæða formið með bökunarpappír) og deiginu hellt í formið. Bakað við 175 gráður í um það bil 20-25 mínútur (kakan á að vera dálítið blaut þegar hún er tekin út), kakan er látin kólna í forminu.

Kremið: Rjóminn er settur í pott og látinn ná suðu, þá er slökkt undir pottinum. Súkkulaðinu og smjörinu er bætt út í pottinn og látið bráðna, hrært í pottinum á meðan. Þá er kreminu hellt í skál og kælt í ísskáp þar til kremið er passlega þykkt (tekur um það bil 1-2 klukkustundir). Kreminu er dreift yfir kökuna og hún sett í kæli ef að kremið þarf að stífna meira. Áður en kakan er borin fram er saltflögunum stráð yfir hana. Þessi kaka er helst góð nokkra daga.

IMG_4896IMG_4921IMG_4930

2 hugrenningar um “Brownies með söltu karamellukremi og lakkrís

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.