Þegar kemur að indverskum réttum þá er ég alltaf sérstaklega hrifin af korma kjúklingi. Hérna setti ég saman einfaldan og ljúffengan korma kjúklingarétt með mörgum af mínum uppáhaldshráefnum, sætum kartöflum, eplum, tómötum og fleiru. Með honum bar ég fram raita jógúrtsósu, naan brauð, ferskt kóríander og svo banana með kókosi – frábærlega gott meðlæti með indverskum mat finnst mér.
Mér finnst alltaf svo gaman að búa til svona pottrétti, þeir eru yfirleitt fljótgerðir og svo er þægilegt að geta gengið frá í eldhúsinu í rólegheitum á meðan þeir malla í pottinum. Annar stór kostur er að pottréttir eru oft enn betri daginn eftir og henta því ákaflega vel í matarboxið fyrir vinnuna eða skólann. Allt ofangreint á sannarlega við um þennan rétt, fljótlegur og gómsætur korma kjúklingur, ég mæli með að þið prófið! 🙂
Uppskrift:
- 1 msk olía
- 700 g kjúklingalundir (ég notaði frá Rose Poultry), skornar í bita
- 1 lítill laukur, saxaður smátt
- 1/2 dós korma spice paste (150 g) frá Patak’s
- 1/2 dl vatn
- 1 rautt epli, skorið í bita
- 2 tómatar, skornir í bita
- 1 sæt kartafla (ca 250 g) skorin í bita
- 200 ml kjúklingasoð
- 2 dl matreiðslurjómi (hægt að skipta út fyrir kókosmjólk)
- 100 g spínat
- ferskt kóríander
Laukur steiktur á pönnu í olíunni í nokkrar mínútur. Þá er korma maukinu bætt út í, steikt í 1-2 mínútur og svo er vatninu bætt út í. Því næst er epli, tómatar og sætar kartöflur sett út í og allt saman steikt. Fært yfir í stóran pott. Olíu bætt á pönnuna og kjúklingurinn steiktur þar til hann hefur náð steikingarhúð, honum er þá bætt út út í pottinn ásamt steikingarsafanum. Kjúklingasoði og rjóma bætt út í, látið malla undir loki í 20-30 mín eða þar til sætu kartöflurnar og eplin eru orðin mjúk. Í lokin er spínatinu bætt út í og borið fram með fersku kóríander ásamt bananasneiðum velt upp úr kókos, raita sósu, góðum hrísgrjónum og naan brauði.
Raita jógúrsósa:
- 2 dl hrein jógúrt eða grísk jógúrt
- 1 lítil gúrka
- 1 hvítlauksrif, pressað
- fersk mynta, söxuð smátt – ég notaði ca. 2 msk
- 1 tsk fljótandi hunang
- salt og svartur pipar
Hæ ! Þessi pottréttur er snilld, ég notaði Hokkaido pumkin í staðinn fyrir sæta kartöflu og það var rakinn snilld. Takk fyrir allar snilldar uppskriftirnar 🙂
Bakvísun: Korma kjA?klingur meA� eplum, tA?mA�tum og spA�nati | Hun.is
Ég reyndi að elda þennan dýrindis rétt í dag – og fór sér ferð í Melabúðina til að hafa nú rétta kryddið. Ég var heldur vonsvikin.