Pönnukaka með nautahakki


Nautahakk í pönnuköku

Það er alltaf gaman að elda nautahakk á nýjan hátt. Þessi nautahakksfyllta pönnukaka sló í gegn hér heima, sérstaklega hjá krökkunum. Það er líka svo skemmtilegt við hana að það er hægt að breyta innihaldinu eftir veðrum og vindum. T.d. er hægt að nota afgang af taco-hakki inn í pönnukökuna. Ekki er verra að bæta við soðnum hrísgrjónum út í hakkið og þá gjarnan nýta afgangs hrísgrjón.

          Pönnukaka:

 • 2,5 dl hveiti
 • 6 dl mjólk
 • 3 egg
 • 1 tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt

Hakkfylling:

 • 500 g nautahakk
 • 1 rauðlaukur, saxaður smátt
 • 1 hvítlauksrif, pressað
 • 250 g sveppir, sneiddir
 • 3 msk chilisósa (t.d. Heinz chili sauce)
 • 1/2 msk sojasósa
 • 1/2 msk balsamik edik
 • 1 dl sýrður rjómi eða rjómaostur
 • 1-2 tsk oregano
 • 1/2 tsk nautakraftur
 • salt og pipar
 • ca. 150 g rifinn ostur
 • Smjör og/eða olía til steikingar

Ofn hitaður í 225 gráður. Hveiti og salt sett í skál og um það bil helmingnum af mjólkinni hrært út í þar til deigið verður slétt. Þá er restinni af mjólkinni bætt við og að síðustu er eggjum bætt út í, einu í senn. Deiginu hellt í vel smurða ofnskúffu og bakað við 225 gráður í ca. 25 mínútur.

Laukur er steiktur á pönnu þar til hann hefur mýkst, þá er sveppum og hvítlauki bætt út á pönnuna og steikt í stutta stund í viðbót. Því næst er hakkið sett á pönnuna og allt steikt. Að lokum er chili sósu, sojasósu, balsamediki og sýrðum rjóma eða rjómaosti bætt á pönnuna og allt kryddað eftir smekk. Látið malla í 5-10 mínútur við vægan hita. Rétt áður en hakkið er tilbúið er rifna ostinum bætt út í. Þá er hakkinu dreift yfir pönnukökuna og henni rúllað upp. Borið fram með salati.

IMG_8739

5 hugrenningar um “Pönnukaka með nautahakki

 1. Þetta var nákvæmlega það sem ég vonaðist eftir að finna – öðruvísi hakkréttur.
  Við vorum mjög ánægð með útkomuna, en ég var frekar óörugg með útlitið á pönnukökunni þegar hún var í ofninum. Þetta líktist einhverju með bólusótt 😉 Kannski af því að ég þorði ekki að setja allt deigið í ofnskúffuna.
  En ég á klárlega eftir að prófa þessa aftur og þá jafnvel með sýrða rjómanum sem stendur í uppskiftinni, ég notaði rjómalíki þar sem ég átti ekki annað.

  • Sæl Ásdís. Já, ég ætti eiginlega að vara við að pönnukakan blæs öll upp í ofninum en svo jafnar hún sig þegar hún kemur út. 🙂

 2. Mjög góður réttur allir mjög ánægðir. Strákunum mínum fannst einmitt mjög gott og spennandi að verað borða pönnuköku í kvöldmat 😉
  Pönnukakan sjálf varð doldið þykk mundi örugglega ekki notað alveg allt deigið næst.
  Líka var þetta svo safarlíkt að það þurfti alls enga sósu með, algjört æði.

 3. Bakvísun: GA?msA�t pA�nnukaka meA� nautahakki | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.