Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu


IMG_0866

Ég á enn frekar mikið eftir af nautakjötinu sem ég keypti beint af býli síðastliðið vor og er í smá átaki að nýta það góða kjöt. Að þessu sinni horfði ég á girnilegar mozzarellakúlur í ísskápnum og ákvað að sameina þær við nautahakkið sem ég var búin að taka úr frystinum. Eins og svo oft áður þegar ég byrja að vinna með mozzarellaost þá fylgja tómatar og fersk basilika í kjölfarið bara svona ósjálfrátt – það er bara svo góð blanda! Ég átti líka til ljúffenga Philadelphia ostinn með sweet chili en mér finnst bragðbættu Philadelphia ostarnir alltaf gefa ákaflega góðan grunn í sósur. Ég verð að segja að þetta samankurl hjá mér lukkaðist svona ljómandi vel og fjölskyldan var afar ánægð með matinn.

Uppskrift:

  • 1 kíló nautahakkIMG_0855
  • 1 egg
  • 1/2 – 1 tsk chili flögur eða duft (ég notaði chili explosion)
  • grófmalaður pipar
  • salt (ég notaði flögusalt með chili)
  • 1 poki litlar mozzarellakúlur (120g -12 stykki)
  • smjör eða olía til steikingar
  • 1 box Philadelphia ostur með sweet chili (200 g)
  • 3-4 dl léttmjólk eða rjómi – hægt að nota allt þar á milli, t.d. matreiðslurjóma
  • 1/2 -1 dl sweet chili sósa
  • 1 askja kokteiltómatar
  • fersk basilika, söxuð gróft

IMG_0859

Nautahakkinu er blandað vel saman við kryddin og eggið. Því næst eru mótaðar 12 bollur og gerð djúp hola í hverja þeirra. Einni mozzarellakúlu er stungið ofan í hverja bollu og henni lokað þétt og vel. Því næst eru bollurnar steiktar upp úr smjöri og/eða olíu á pönnu á öllum hliðum þar til þær hafa fengið góða steikingarhúð. Þá er Philadelphia ostinum bætt á pönnuna, hann látinn bráðna ásamt mjólkinni/rjómanum. Þá er sósan bragðbætt með sweet chili sósunni, hrært vel saman. Látið malla undir lokið í ca. 10 mínútur, sósan bragðbætt með pipar og/eða salti ef vill. Þá er kokteiltómötum bætt út í sósuna og allt látið malla í smástund eða þar til kjötbollurnar eru eldaðar í gegn. Áður en bollurnar eru bornar fram er ferskri basiliku dreift yfir. Borið fram með hrísgrjónum.

IMG_0913IMG_0885

3 hugrenningar um “Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

  1. Eldaði þessar kjötbollur fyrir fjölskylduna á þriðjud og eru alveg dásamlegar, hélt kannski að þetta mundi vera smá sterkt fyrir yngri strákana mína en þeir alveg sleiktu útum.
    Vorum með kjúklingalasagnað með tómötum, mosarella og basiliku sem við höfum verið með áður á sunnud og það var klárað upp til agna. Strákarnir mínir fengu sér þrisvar á diskinn, allsælir svo það er greinilegt að þeir eru að fíla tómata, mosarella og basiliku enda svo góð blanda 🙂

  2. Bara láta vita að ég elska Eldhússögur og allir á mínu heimili – takk fyrir okkur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.