Skonsur


IMG_8399Þá er enn ein helgin liðin – það er nú meira hvað helgarnar líða hratt! Á föstudagskvöldið fórum við hjónin á árshátíð og í gærkvöldi var okkur boðið í matarboð. Í kvöld ætlum við hins vegar að slaka á og horfa á Argo, bíómyndina sem hlaut Óskarinn. Jóhanna Inga tók þátt í danskeppni í gær en hún er að æfa street dance. Þær voru voða sætar vinkonurnar þrjár. Þær sáu um þetta algjörlega sjálfar, völdu lag, sömdu dans og æfðu. Þær eru nú bara átta ára og mér fannst þetta ótrúlega vel af sér vikið hjá þeim ásamt því að þora að dansa síðan fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Stöllurnar byrjuðu að æfa snemma í gærmorgun hér heima og voru orðnar glorhungraðar um hádegið. Ég bakaði þá fyrir þær skonsur. Það var einmitt ein af þeim uppskriftum sem er í gömlu uppskriftarbókinni minni og ég hef alltaf verið á leiðinni að færa hér inn á bloggið. Skonsur eru mjög vinsælar á okkar heimili, bornar fram sjóðheitar með smjöri og osti, namm! 🙂

Uppskrift:

  • 7 dl hveiti
  • 1 dl sykur
  • 4 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 3 egg
  • 3 msk olía
  • ca. 5 dl mjólk

IMG_8396

Þurrefnum blandað saman í skál og og eggjum svo hrært saman smátt og smátt ásamt olíunni og mjólkinni. Ég hræri deigið í höndunum með písk. Pönnukökupanna hituð og borin á hana olía eða smjör ef þarf. Degið sett á pönnuna með stórri skeið eða ausu og skonsurnar steiktar á meðalháum hita (ég notaði ca. 7 af 9). Þegar það fara myndast holur í degið er skonsunum snúið við með pönnukökuspaða eða steikarspaða. Skonsurnar bornar fram heitar með smjör og því áleggi sem hugurinn girnist, til dæmis osti og/eða smjöri.

IMG_8398

9 hugrenningar um “Skonsur

    • Tja Rut, nú kemur þú dálítið að tómum kofanum hjá mér! 😉 Þessi uppskrift er náttúrulega mikið byggð á hveiti, reyndar er hægt að nota heilhveiti til helminga, það er voða gott. En ég hef ekki reynslu af hveitilausum brauðuppskriftum. Þú getur skoðað uppskriftasíður með LKL uppskriftum – þær eru hveiti og sykurlausar.

      • þú getur notað spelt hveiti eða bókarhveiti og svo vanillu extract og stevia í staðinn fyrir sykur og kokosoliu fyrir smjör…..annars góð uppskriftin hér 🙂

  1. Maðurinn minn bakaði þessar fyrir fjölskylduna í morgunmat, mjög góðar og einfalt að gera 🙂

  2. Bakvísun: The beginner's travel guide to explore Iceland in 7 days - Pickyourtrail Blog

Færðu inn athugasemd við mamma Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.