Ég hef lengi verið að hugsa um að taka saman það helsta sem ég hef gert fyrir barnaafmæli undanfarin 18 ár. Þessi 15 ár sem við bjuggum í Svíþjóð fengu börnin tvær afmælisveislur, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, þannig að þetta eru orðnar nokkuð margar afmælisveislur í heildina! Samt er maður alltaf dálítið hugmyndalaus þegar kemur að undirbúningi fyrir barnaafmæli og man til dæmis ekki milli ára hvað maður hafði árið áður sem var svo sniðugt! Það getur því verið þægilegt að hafa einhverskonar yfirlit yfir sniðuga rétti og skemmtilegar kökur. Ég get bakað þokkalega góðar kökur en ég er alls enginn listamaður, gæti varla teiknað Óla prik þótt líf mitt lægi við, í alvöru! Þannig að afmæliskökurnar mínar eru engin listaverk. Auk þess eru allir að gera þvílíkt flottar fondant kökur í dag en þegar ég var að gera sem flestar afmæliskökur var fondant ekki komið til sögunnar, ég var alltaf að basla við smjörkrem! Ég ætla að láta myndirnar tala, sumar reyndar „tala“ ekkert sérstaklega fallega þar sem að nær allar eru teknar fyrir tíma þessa blogs og þar með ekkert verið að mynda matinn sérstaklega. Ég stefni svo á að fara í gegnum fleiri afmælismyndir og afmælishugmyndir almennt sem ég hef sankað að mér og bæta þeim við þetta innlegg jafnt og þétt.
Frábært! Það bættist aðeins á listann fyrir afmæli morgundagsins 🙂
Bakvísun: Brauðréttur og rúllutertubrauð | Eldhússögur
Bakvísun: Besta skúffukakan | Eldhússögur
Frábærar hugmyndir
Takk fyrir það! 🙂
Skemmtilegar útfærslur og góðar hugmyndir
Takk Valdís! 🙂
Mér finnst eins og ég hafi unnið í Lottó að hafa fundið þessa frábæru síðu 🙂
Notar þú bara brætt súkkulaði á bananana og sykurpúðana? Ekkert smjör eða slíkt útí súkkulaðið?
Takk fyrir kveðjuna Bettý, hún gleður mig! 🙂 Já, ég notaði bara brætt súkkulaði á bæði bananana og sykurpúðana. Mikilvægt með bananana er að taka þá úr frysti bara rétt áður en þeir eru bornir fram, þeir þiðna nefnilega fljótt og þá verða þeir líka brúnir. Íspinnana fékk ég í Föndru. Gangi þér vel! 🙂
Góðan daginn, ég rakst á þessa frábæru síðu og langar að vita með bananana, frystir þú þá eða kælir áður enm þú hjúpar þá? með fyrirfram þökk Elín.
Takk fyrir kveðjuna Elín Íris! 🙂 Ég kældi hvorki né frysti bananana áður en ég hjúpaði þá súkkulaði, bara eftir að súkkulaðið var komið á.
Ég gerði bananana og broddgöltinn, þetta sló algjörlega í gegn, takk fyrir mig 😀
Frábært að heyra, takk fyrir kveðjuna! 🙂
Takk fyrir snilldarsíðu!
en hvar eru „leiðbeiningar“ hvernig melónan var skorin og svo framvegis…með fyrirfram þökkum :
)
Takk fyrir kveðjuna Ragnhildur! 🙂 Hér getur þú séð leiðbeiningar: http://www.whataboutwatermelon.com/index.php/2012/03/how-to-carve-a-watermelon-hedgehog/