Maríukaka


Maríukaka

Í dag er frábæra mamma mín sextug – til hamingju elsku mamma! 🙂 Í tilefni þess var mamma með brunch í gær fyrir nánustu vini og fjölskyldu.

mamma afmæli2

Hér erum við mamma í dag og fyrir fjörtíu árum! 🙂

Tvær blómarósir í afmælinu, yngstu barnabörnin Bára Margrét 4 ára og Jóhanna Inga 8 ára.

IMG_0027Og dásamlega fallegar bóndarósir sem mamma fékk á afmælinu.

IMG_0087

Ég útbjó þrennt á brunch borðið. Það voru eggja- og beikonmúffurnar sem ég setti inn uppskrift af í gær.

IMG_9924

Auk þess sem ég gerði tvær tegundir af kökum. Kökurnar skar ég í litla bita sem henta vel á svona smáréttahlaðborð. Annars vegar gerði ég franska súkkulaðiköku með súkkulaðikremi. Skotheld uppskrift sem klikkar aldrei, þessa uppskrift er að finna hér. Uppskriftina gerði ég tvöfalda og þá smellpassaði hún í venjulega ofnskúffu og gaf 80 litla kökubita.

IMG_9896

Þar sem súkkulaðikakan er fremur blaut er gott að setja hana í kæli í smá tíma áður en hún er skorin.

IMG_9953Með því að skera kökuna kalda verða bitarnir fallegri.

IMG_9956Það er líka gott að hafa í huga að láta jarðaberin eins seint og hægt er ofan á kökuna því jarðaber verða fljótt slepjuleg ofan á kökum og smita þá vökva út frá sér.

Hins vegar gerði ég köku sem mamma lét mig fá uppskrift að, Maríuköku. Þetta er ljúffeng kaka með pekanhnetum og karamellubráð. Ég gerði þessa uppskrift tvöfalda og þá passaði hún í ofnskúffu. Ég skar bitana aðeins stærri en af súkkulaðikökunni og fékk um það bil 55 bita.

IMG_9919Mamma útbjó veglegt og gómsætt brunch-borð en á því var að finna meðal annars:

IMG_9947

IMG_9998

Eins og ég sagði þá tvöfaldaði ég Maríukökuna og bakaði hana í stórri ofnskúffu. Hér að neðan gef ég hins vegar upp einfalda uppskrift sem passar í venjulegt 24 cm smelluform.

IMG_9920

Maríukaka – uppskrift:

  • 3 egg
  • 1 dl sykur
  • 4 msk smjör
  • 100 g gott dökkt súkkulaði
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 1/2 dl hveiti

ofan á kökuna:

  • 4 msk smjör
  • 1/2 dl púðursykur
  • 3 msk rjómi
  • 1 pk pecanhnetur
  • 100 g gott dökkt súkkulaði, saxað (ég sleppti því reyndar í þetta skiptið)

IMG_9851

Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Egg og sykur þeytt vel saman. Á meðan er súkkulaði og smjör brætt varlega saman í potti, blanda er svo kæld dálítið. Því næst er henni bætt út eggjablönduna og þeytt vel saman. Að lokum eru þurrefnin sigtuð út í blönduna og blandað varlega saman við.  24 cm smelluform smurt að innan og deiginu hellt í formið. Bakað við 175° í 17 mínútur.

Á meðan er smjör, púðursykur og rjómi hitað í potti þar til blandan fer að „bubbla“ og þykkist dálítið. Þegar kakan hefur bakast í 17 mínútur er hún tekin út úr ofninum og pekanhnetum dreift yfir hana, annað hvort í heilu eða saxaðar. Þá er karamellubráðinni hellt yfir kökuna og bakað í 17 mínútur til viðbótar. Um leið og kakan kemur út úr ofninum er súkkulaðinu stráð yfir kökuna.

IMG_9854

IMG_9858

IMG_9921

Brownie ostakaka með kasjúhnetum og karamellukremi


Þessi kaka heitir á frummálinu ,,brownie-fudge“ ostakaka. Mér finnst vanta frekar mörg orð yfir hráefni og eldamennsku í íslensku. Til dæmis er ekkert íslenskt orð yfir brownies sem hefur náð fótfestu. Stundum er reyndar notað orðið „brúnkur“. ,,Fudge“ þýðir ljós karamella en mér finnst það alls ekki eins lýsandi orð eins og ,,fudge“. En það er allt að gerast í þessari köku þrátt fyrir skort á íslenskum lýsingarorðum! Brownie, saltar hnetur, ostakaka, karamellukrem … blanda sem getur ekki annað en kitlað bragðlaukana. Það er hægt að nota ósaltar kasjúhnetur eða pekanhnetur en best er að nota saltar. Ég hef reyndar ekki fundið saltar pekanhnetur enn, en það er hægt að kaupa kasjúhnetur saltar.

Ostakökublanda

  • 300 gr Philadelphia ostur
  • ¾ dl sykur
  • 1 tsk vanillusykur

Hrærið saman Philadelphia osti, sykri og vanillusykri þar til blandan verður slétt. Geymið blönduna.

Brownie deig:

  • 2 egg
  • 100 gr smjör
  • 2 dl sykur
  • 3 msk kakó
  • 2 dl hveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • 1 dl kasjúhnetur eða pekanhnetur, saxaðar gróft

Þeytið egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Setjið smjör og kakó í pott og hitið á vægum hita þar til smjörið er bráðnað og hefur blandast við kakóið, hellið svo smjörblöndunni út í eggjablönduna og hrærið. Sigtið hveiti og lyftiduft út í deigið, bætið við grófsöxuðum hnetunum og blandið varlega saman við.

Hitið bökunarofninn í 180 gráður. Smyrjið bökunarform með lausum botni (gott að nota lítið form, t.d. 20 eða 22 cm). Hellið helmingnum af kökudeiginu í formið og sléttið úr því. Hellið svo varlega ostablöndunni ofan á og sléttið úr henni út í alla kanta. Að lokum er restinni af kökudeginu hellt yfir og dreift vel yfir ostablönduna. Bakið neðarlega í ofninum  við 180 gráður í ca. 30 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu.

Karamellukrem

40 gr smjör
1 msk mjólk
1½ dl flórsykur
2 msk kakó
kasjú hnetur eða peacan hnetur til að skreyta með

Bræðið smjör og mjólk saman í potti. Bætið flórsykri og kakó út í. Hrærið og látið malla í 2-3 mínútur. Leyfið kreminu aðeins að kólna og notið síðan sleikju til að dreifa því jafnt yfir kökuna. Skreytið með grófsöxuðum hnetum. Látið kökuna standa í kæli þar til kremið hefur harðnað. Best er að leyfa kökunni að standa í kæli yfir nóttu. Berið fram með þeyttum rjóma.