Frönsk súkkulaðikaka


Eldhússaga dagsins er frönsk súkkulaðikaka, saga sem verður aldrei of oft sögð! :) Strangt til tekið eru klassískar franskar súkkulaðikökur ekki með kremi, en þessi fær undanþágu án nokkurra vandkvæða! Ljúffeng súkkulaðikakan leidd saman við gómsæt kremið, það er bara ekki hægt að standa í vegi fyrir slíkri sameiningu, enda les líklega engin frönsk kökulögga þetta blogg! Ég skreyti oftast þessa frönsku dásemd með jarðaberjum eða hindberjum. En verandi stödd á Vestfjörðunum þurfti ég að grípa til þess sem í boði var. Það var annars vegar kiwi og hins vegar nýtínd bláber frá bláberjalyngi við fjallsrætur Brella þó enn sé júlí. Einkenni franskra súkkulaðikaka eru að í þeim er lítið, jafnvel ekkert hveiti. Kakan er dökk, þétt og þung og á að vera eins og hún sé dálítið klesst. Þetta er einföld kaka sem flestum þykir góð, þetta er til dæmis uppáhaldskaka yngstu barnanna á heimilinu.

Uppskrift

Botn:

 • 2 dl sykur
 • 200 g smjör
 • 200 g suðusúkkulaði
 • 1 dl hveiti
 • 4 stk egg

Súkkulaðikrem:

 • 150 g suðusúkkulaði
 • 70 g smjör
 • 2-3 msk síróp

Aðferð-botn:

Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur.

Aðferð – krem:

Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað.

Kakan á að vera blaut í miðjunni. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís og berjum, til dæmis jarðaberjum, hindberjum eða bláberjum.

29 thoughts on “Frönsk súkkulaðikaka

 1. Pingback: Eftirréttir fyrir gamlárskvöld | Eldhússögur

 2. Pingback: Maríukaka | Eldhússögur

 3. Franska súkkulaðikakan, æði hafði hana í afmælinu mínu þ 6. júní…Sló í gegn…!.Mig langaði að spyrja þig .Ostakakan með mangó og ástaraldiniu. má frysta hana?.Takk kærlega fyrir mig.

  • Gaman að heyra það Lóa! :) Já, þú getur auðveldlega fryst mangó ostakökuna. Passaðu bara að hún sé alveg kólnuð áður en þú setur hana í frysti og settu vel plast yfir hana. Það er hins vegar best að frysta hana ekki með ástaraldninu á. Settu það á eftir að hún er þiðnuð. Gangi þér vel! :)

 4. Ég var með þessa súkkulaðiköku í eftirrétt í afmæli dóttir minnar, kakan er algjört æði, þetta er í fyrsta sinn sem ég legg í að gera svona köku og hún er svo eiföld og æðislega góð, takk fyrir skemmtilegt blogg :)

 5. Pingback: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur

 6. Pingback: Vinsælustu uppskriftirnar 2013 | Eldhússögur

 7. Hæhæ, ég ætla að baka þessa en þú skrifar að það eigi ekki að nota kökuform með lausum botni, ég á þannig og ég var að velta því fyrir mér hvort ég þyrfti að fara kaupa eitthvað annað form til að baka kökuna, er alveg bannað að nota lausbotna og afhverju þá?
  takk fyrir :D

 8. úfff! var að taka eina svona útúr ofninum og get ekki beðið eftir því að smakka hana!
  allar uppskriftir sem ég hef prófað frá þér eru yndislegar og ég hef á tilfinningunni að þessi sé ekkert síðri :)

 9. Pingback: Glútenlausar vöfflur á vöffludegi | Eldhússögur

 10. Sæl,
  mig langaði að spyrja hvort þú notaðir blástur þegar þú bakar kökuna ?
  bestu kv.
  Berglind

 11. Pingback: Kalkúnavorrúllur og stúdentsveisla | Eldhússögur

 12. Góðan dag og takk fyrir góða síðu! Á myndum af veitingum frá stúdentsveislunni sé ég pinna með mangó, basil ofl að mér sýnist. Er uppskrift af þessum pinnum á síðunni.Ég hef ekki getað fundið hana. Kveðja Jenný

  • Sæl Jenný

   Þetta er kókoskjúklingur á spjóti með mangó og spínati. Ég er ekki enn búin að setja hann á síðuna. Uppskrifina er að finna í Gestagjafanum og kemur frá Lukku á Happi. Ég á hana skannaða inn, ef þú sendir með netfangið þitt þá skal ég senda þér hana! :)

 13. Þessi kaka er ein af uppáhalds af þessu bloggi. Ég og mamma erum farnar að vippa henni fram með einari við hvert tækifæri sem gefst og alltaf jafn vinsæl og góð!
  Takk fyrir frábært blogg, búin að prufa rosalega margt og aldrei klikkar neitt.

 14. Sælar,
  Bakar þú súkkulaðikökuna á blæstri eða bara undir og yfirhita ? (er alltaf efins þegar ég les uppskriftir)
  Takk fyrir frábæran vef

  • Takk Íris! :) Ég baka þessa við undir- og yfirhita. Tek alltaf sérstaklega fram ef ég nota blástur. Hér finnst mér betra að nota undir- og yfirhita til þess að kakan verði örugglega blaut í miðjunni.


 15. Hvað notar þú stórt hringlaga form í þessa? og hvað er þessi fyrir ca. marga? :)

Færðu inn athugasemd

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Connecting to %s